Körfuboltaæfingar að hefjast
Æfingar hefjast í þessari viku, verða þær tvisvar í viku á hvern hóp, en tekið skal fram að allir hóparnir erum saman á laugardagsæfingunni en þá er áhersla lögð á tækniæfingar, en á hinum tímunum er meira um spil, skotæfingar og leiki.
Stelpur í 5. 6. 7. Og 8. bekk verða á fimmtudögum kl.16:30(nema á morgun verðum við kl.15:30 vegna lokahófs hjá fótboltanum) og á laugardögum kl.12:30.
Drengir í 5. og 6. bekk verða á föstudögum kl.16:00 og á laugardögum kl.12:30.
Drengir í 7. 8. og 9. bekk verða á föstudögum kl.17:00 og á laugardögum kl.12:30.
Gott væri ef barnið væri skráð í gegnum tölvupóst þar sem fram kæmi: nafn barns, nafn foreldris(sem greiðir) og kennitala foreldris.
Æfingargjald fram að áramótum er 10.000kr. Sendum við út greiðsluseðil um næstu mánaðarmót.
Þjálfari: Áslaug Guðmundsdóttir S:863-1047