Völsungur kominn í undanúrslit B-deildar Lengjubikarsins

Völsungur kominn í undanúrslit B-deildar Lengjubikarsins Frétt tekin af 640.is Völsungur er kominn í undanúrslit B-deildar Lengjubikars karla eftir

Fréttir

Völsungur kominn í undanúrslit B-deildar Lengjubikarsins

Frétt tekin af 640.is

Völsungur er kominn í undanúrslit B-deildar Lengjubikars karla eftir sigur á Magna í miklum markaleik.

Leikurinn átti að fara fram á Húsavíkurvelli kl.12:00 í gær en vegna snjóa var hann færður inn í Bogann á Akureyri og fór fram kl. 19:00.

Það hafði engin áhrif á þá grænu sem komust í 4-0 áður en flautað var til leikhlés.

Sæþór Olgeirsson kom strákunum á bragðið með marki á 22. mín. leiksins. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og Bergur Jónmundsson skoruðu síðan á 26. og 27. mínútu og staðan orðin 3-0. Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði síðan fjórða markið í blálok fyrri hálfleiks. 

Magnamenn minnkuði muninn fljótlega í seinni hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Þeir bættu síðan tveimum mörkum við undir lok leiksins en þá voru Völsungar orðnir níu inn á vellinum en Grenvíkingar tíu. Sindri Ingólfsson og Sigvaldi Þór Einarsson fengu að líta sín seinni gulu spjöld og þar með rauð á 79. og 84 mín. leiksins.

Lokastaðan 4-3 og Völsungar efstir í riðli 2 með 11 stig.

Frétt tekin af 640.is


Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha