Viðtal við Kaylu og Kristinu

Viðtal við Kaylu og Kristinu Fréttamaður félagsins fékk sér kaffi með þjálfurum meistaraflokks kvenna, þeim Kristinu og Kaylu. Það var áhugavert spjall og

Fréttir

Viðtal við Kaylu og Kristinu

Fréttamaður félagsins fékk sér kaffi með þjálfurum meistaraflokks kvenna, þeim Kristinu og Kaylu. Það var áhugavert spjall og gaman að sjá hvað þær njóta sín hér hjá okkur.

Hérna fáum við að kynnast þessum snillingum aðeins betur.

Byrjum á því klassíska, hvernig finnst ykkur að búa hérna á Húsavík?

Við hreinlega elskum það! Húsavík er svo fallegur staður og frábrugðinn því sem við erum vanar í Bandaríkjunum. Það er mikið að sjá á þessum litla stað og við erum gífurlega ánægðar með umhverfið hér.

 

Hvaða væntingar höfðuð þið í upphafi tímabils? Hafa þær breyst eitthvað?

Það var tvennt sem við ætluðumst til í upphafi. Fyrst og fremst var það að koma hingað og kenna stelpunum eins mikið og við getum varðandi leikinn. Hluti á borð við leikskipulag, tækni, hlutverk leikmanna o.þ.h. Við höfum séð rosalegar framfarir hjá stelpunum, bæði sem einstaklingar og sem lið. Það finnst okkur vera afskaplega gefandi.

Hitt sem við ætluðumst til er að vinna deildina! Það hefur ekki breyst og við sjáum það ennþá sem möguleika.

 

Hvernig mynduð þið lýsa liðinu?

Froðleiksfúsar, leggja hart að sér, eftirtektarsamar og jákvæðar. Þær gera hverja æfingu svo skemmtilega með því að njóta þess að spila og læra nýja hluti.

 

Hvað getið þið sagt okkur 2. deild kvenna?

Besta leiðin til þess er væntanlega „allt getur gerst“. Allir okkar leikir hafa verið krefjandi. Öll lið hafa getu til að gera öðrum liðum í deildinni lífið leitt. Enginn leikur er gefins og til að hafa betur þarftu að spila betur allar 90 mínútur leiksins.

 

Hvað segið þið um framtíð kvennaboltans hér á Húsvík?

Hann er að blómstra! Hópurinn er ungur og á margt eftir ólært, sem er frábært. Stelpurnar hafa möguleikann á að læra að spila saman á komandi árum sem mun gera þær sterkari frá ári til árs. Einnig eru hæfileikaríkar stelpur að koma upp úr yngri flokkunum á næstu árum sem mun styrkja meistaraflokkinn án efa.

 

Afhverju ákváðuð til að koma hingað til að þjálfa og spila?

Þegar Jói [Jóhann Kristinn Gunnarsson] bar erindið fyrst upp við okkur, þá vissum við að þetta væri eitthvað sem við gætum hjálpað til við. Ég [Kayla] var svo heppin að fá að spila fyrir Jóa í fjögur ár svo hann vissi hvernig ég hugsaði knattspyrnulega séð. Fyrst hann bauð mér að gera þetta vissi ég að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég var með nokkur tilboð úr Pepsideildinni  en þegar boðið kom frá Jóa, þá fyrst fór ég að hugsa hvað það væri sem ég vildi gera.

Eftir að hafa rætt málið við Kristinu og sjá hvað hún var spennt fyrir þessu verkefni, þá ákváðum við að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera og við skelltum okkur hingað. Við erum virkilega ánægðar með þessa ákvörðun okkar.

 

Eigið þið einhver áhugamál utan boltans?

Kristina nýtur þess að stunda jóga, lesa og elda. Kayla elskar að eyða tíma með fjölskyldunni og hundinum sínum Max.

 

Hvað finnst ykkur um Völsung? Erum við á réttri braut?

Við elskum hugarfarið sem er hér til staðar, allt niður í yngri flokkana. Við kunnum vel að meta hversu oft yngri flokkarnir æfa, gæði þjálfaranna sem sjá um þjálfun barna og unglinga og skipulagið innan félagsins, allt upp í stjórn félagsins. Allir krakkar virðast vera fullir metnaðar og á tánum á hverri æfingu sem virkilega sýnir að félagið er á réttri braut.

Hvað höfðust þið við áður en þið komuð hingað?

Við vorum báðar að þjálfa hjá félagi í Lakeland í Flórida. Kayla vann einnig á matsölustað og þjálfaði meðfram því tvo flokka, u11 ára liðið og u16 ára liðið. Kristina var framkvæmdastjóri allra kvennaliða innan sama félags [e. Technical director]

Lokaorð til Völsunga?

Við erum báðar einstaklega þakklátar fyrir að fá tækifæri hér hjá Völsungi til að koma okkar þekkingu og reynslu af knattspyrnu að hjá leikmönnum Völsungs. Þetta hefur verið frábær lífsreynsla sem við höfum lært mikið af. Við erum orðnar lífstíðar aðdáendur Völsungs.

Áfram Völsungur!


Mynd augnabliksins

Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Auðbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha