skemmtilegt lokahóf afstađiđ

skemmtilegt lokahóf afstađiđ Uppskeruhátíđ yngri flokka í knattspyrnu fór fram í gćr, miđvikudag. Fjöldi fólks var mćttur á svćđiđ og hafđi skemmtilega

Fréttir

skemmtilegt lokahóf afstađiđ

Uppskeruhátíð yngri flokka í knattspyrnu fór fram í gær, miðvikudag. Fjöldi fólks var mættur á svæðið og hafði skemmtilega stund saman.

Þjálfarar fóru yfir sumarið og veittu verðlaun og viðurkenningar fyrir þáttöku, framfarir og leikmenn ársins. Allir iðkendur í áttunda, sjöunda og sjötta flokk fengur viðurkenningu fyrir þáttöku í sumar. Í fimmtaflokk voru veitt verðlaun fyrir framfarir og í fjórða og þriðja flokk voru veitt verðlaun fyrir framfarir og leikmenn ársins. Gunnar Sigurður Jósteinsson, fyrirliði meistaraflokks karla, og Harpa Ásgeirsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna, afhentu krökkunum verðlaun og viðurkenningar. Að loknum ræðuhöldum og verðlaunaafhendingu bauð barna- og unglingaráð iðkendum og foreldrum til pylsuveislu.

Nú þegar hafa haustæfingar hafið göngu sína og vonum við til að sjá sem flesta á knattspyrnu vellinum í haust.

Myndir frá lokahófinu má nálgast inn á facebook síðu félagsins HÉR.


Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha