Meistaraflokkur karla tapađi fyrir KA

Meistaraflokkur karla tapađi fyrir KA Meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék á móti KA á laugardaginn var.

Fréttir

Meistaraflokkur karla tapađi fyrir KA

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék á móti KA á laugardaginn var. Leikurinn var liður í Kjarnafæðismótinu.

KA-menn sáu um markaskorun að þessu sinni og unnu þeir leikinn 4-0. Völsungur áttu þó góða spilakafla á stórum köflum í leiknum og skoruðu til að mynda tvö mörk sem voru dæmd af. Stöðuna í riðlinum hjá okkar strákum má finna HÉR.

Næsti leikur liðsins er næstkomandi laugardag klukkan 21:00 á móti Magna og verður leikið í Boganum.

Það er knattspyrnudómarafélag norðurlands sem stendur fyrir mótinu og á heimasíðu þeirra er skrifað um alla leiki mótsins. Umfjöllun um leikinn er fenginn þaðan og má sjá að neðan.

Völsungur 0 – 4 KA

0-1  Atli Sveinn Þórarinsson (29´)
0-2  Sjálfsmark (40´)
0-3  Hrannar Björn Steingrímsson (68´)
0-4  Bjarni Mark Antonsson (70´)

Laugardaginn 17. janúar mættust Völsungur og KA í Kjarnafæðismótinu og var spilað í Boganum.

Leikurinn var nokkuð fjörlegur og þótt KA menn væru við stjórnvölinn lengst af og ynnu öruggan sigur þá gekk þeim ekki of vel að ráða við snögga sóknarmenn Völsunga.
Strax á 6. mínútu fylgdi Ingólfur Örn vel á eftir er Rajkovic reyndi að stöðva háa sendingu utan vítateigs og tókst að pota boltanum að markinu.  Þeir félagar hlupu á eftir boltanum í átt að markinu og inn fór boltinn en Ingólfur var dæmdur brotlegur. Þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður hafði Völsungur fengið 2 færi til viðbótar án þess að KA hefði tekist að ógna verulega.
En á 29. mínútu kom fyrsta markið en þá skallaði Atli Sveinn í hægra markhornið eftir hornspyrnu.
Á 40. mínútu kom síðan næsta mark og aftur var það skalli úr föstu leikatriði.  KA mann tóku aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Völsunga og Arnar varð fyrir því óláni að „flikka“ boltanum aftur fyrir sig, Steinþóri markmanni að óvörum, og í netið fór hann.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og fljótlega færðist nokkur harka í leikinn. Völsungar komu meira inn í leikinn en á 68. mínútu gerðu KA menn út um leikinn með fallegu marki.  Hrannar fékk sendingu fram í sóknarlínuna og tók boltann viðstöðulaust, á lofti, og skoraði með óverjandi skoti fram hjá Steinþóri markmanni.  Síðasta mark KA manna skoraði síðan Bjarni með skalla eftir þunga sókn KA manna.
Undir lok leiksins fékk KA maðurinn Ívar Örn að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á sóknarmanni Völsunga við vítateigslínu en ekkert varð úr aukaspyrnunni.  En síðasta færi leiksins átti Sveinn Helgi fyrir KA en boltinn fór í stöngina og rúllaði síðan eftir marklínunni og út á völlinn aftur.

Áhorfendur voru um 150.

Maður leiksins:  Hrannar Björn Steingrímsson KA


Mynd augnabliksins

Íţróttafélagiđ Völsungur

Vallarhúsi- Auđbrekku 3
640 Húsavík

Styrktarreikningur: 0567-14-400839
Kt: 710269-6379
sími 8953302
volsungur@volsungur.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.

Gerast Völsungur

captcha