Áheitasöfnun fimleikadeildarinnar

Áheitasöfnun fimleikadeildarinnar Fimleikaiðkendur á aldrinum 11-16 ára eru að fara í æfingabúðir til Ollerup í Danmörku næsta sumar. Þessi ferð er orðin

Fréttir

Áheitasöfnun fimleikadeildarinnar

Fimleikaiðkendur á aldrinum 11-16 ára eru að fara í æfingabúðir til Ollerup í Danmörku næsta sumar. Þessi ferð er orðin fastur liður í starfi fimleikadeildar og er mikil lyftistöng fyrir þá sem í hana fara.

Í Ollerup eru allar aðstæður og þjálfun til fyrirmyndar og hafa krakkarnir alltaf lært mikið. Þau hafa verið dugleg að safna fyrir ferðinni og er einn liður í þeirri söfnun að safna áheitum í bænum en það gerðu þau í síðustu viku. Einnig  söfnuðu iðkendur úr Mývatnssveit áheitum í fyrirtækjum þar.

Á laugardaginn síðasta stóðu þau svo við sinn hlut og fóru á handahlaupum í kring um gervigrasvöllinn vegalengdina sem nemur einum Botnsvatnshring, eða 5 km. Allt gekk vel og samkvæmt áætlun. Krakkarnir og foreldrar þeirra vilja þakka öllum þeim sem studdu þau kærlega fyrir.

Að neðan má sjá myndir frá handahlaupunum. Með því að smella á myndirnar má sjá þær stærri.


Íþróttafélagið Völsungur

Vallarhúsi- Stóragarði 8
640 Húsavík

Kt. 710269-6379
S. 4642052 - F. 4642092 - Gsm. 8953302
volsungur@volsungur.is

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar.

Fylgdu okkur á Facebook

Það er alltaf eitthvað líf og fjör á facebook síðunni okkar. Skelltu einu LIKE á hana og málið er dautt.